Foreldraþorpið með fyrilestrakvöld

Plakat MobileForeldraþorpið stendur fyrir fyrirlestrakvöldi um kvíða 11. október í Höllinni. Allir foreldrar og forráðamenn barna svo og aðrir þeir sem áhuga hafa eru boðnir velkomnir. Smellið á myndina til að skoða auglýsingu um viðburðinn.

Prenta | Netfang

Gestkvæmt í Laugarnesskóla

foreldrarÍ þessari viku hefur verið mikið um að vera í skólanum. Auk hinna venjulegu starfa hafa góðir gestir sótt okkur heim. Fyrst ber að geta morgunverðarfunda, sem haldnir eru að frumkvæði foreldrafélagsins, en nú er búið að halda tvo fundi af þremur og hafa þeir verið vel sóttir. Nanna Kristín Christiansen hefur rætt við foreldra um gildi foreldrasamstarfs og áhrif foreldra á nám barnanna. Einnig kynnti hún Foreldravefinn http://reykjavik.is/foreldravefurinn og bóikina Mindset en hún fjallar um hvaða áhrif hugarfar okkar hefur á árangur. 

Norrænir skólastjórar komu svo í skoðunarferð  í morgun og fengu fræðslu um starfið í skólanum. Þeir hlýddu á morgunsöng, gengu um húsið og heimsóttu kennslustundir.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Skólasetning 2017

Myndaniðurstaða fyrir back to schoolSkólasetning haustið 2017 verður þriðjudaginn 22. ágúst.
Nemendur koma í skólann sem hér segir:
Nemendur komi í skólann sem hér segir:
2. bekkur . . . . . . . . .kl. 12.00
3. og 4. bekkur . . . . kl. 13.00
5. og 6. bekkur . . . . kl. 14.00

 

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum 22. og 23. ágúst. Kennsla hjá 1. bekk hefst fimmtudaginn 24. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Prenta | Netfang