Fyrirlestur á vegum foreldrafélagsins

Í kvforeldraöld, 10. október kl. 20:00 mun Foreldrafélag Laugarnesskóla standa fyrri fyrirlestri í samstarfi við foreldra úr skólanum sem ber heitið Síma-, samfélagsmiðla- og netnotkun barna.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir þær áskoranir sem foreldrar og börn eru að glíma við í tæknivæddum heimi. Fjallað verður um það helsta sem börn fást við á netinu og hvað beri að varast og hvernig megi gera netumhverfið öruggara fyrir börnin. Að auki verður farið yfir þau mál sem hafa komið upp innan og utan skólans.

Fundurinn verður haldinn í sal skólans. Foreldrafélagið hvetur alla foreldra til þess að mæta og taka þátt í samtali um hvernig stuðla megi að bættri netnotkun barna í skólanum okkar.

Prenta | Netfang

Foreldraviðtöl

Myndaniðurstaða fyrir parents kids teacheerForeldraviðtöl verða í skólanum 17. október. Foreldrar geta skráð sig í viðtal hjá umsjónarkennurum barna sinna í Mentor.

Prenta | Netfang

Bleiki dagurinn

fridayNæsta föstudag ætlum við að halda bleika daginn hátíðilegan. Allir eru hvattir til þess að mæta í einhveju bleiku til að sýna samstöðu og samhug með Krabbameinsfélaginu sem líkt og undanfarin ár tileinkar októbermánuð báráttunni við krabbamein. Fræðast má um bleika daginn og bleiku slaufuna hér: https://www.bleikaslaufan.is/um-atakid/bleiki-dagurinn/

Prenta | Netfang

Fyrsti skóladagur fyrstu bekkinga

IMG 6008 MobileÍ morgun hófu nemendur 1. bekkjar sinn fyrsta  skóladag. Þeir voru að sjálfsögðu þátttakendur í morgunsöngnum og lærðu hvernig maður hagar sé á þeim vettvangi. Margir könnuðust við lögin sem sungin voru og tóku undir af hjartans lyst.

Prenta | Netfang