Demantar Laugarnesskóla

demantarListaverk sem nemendur skólans gerðu til að endurspegla rétt barna til að vera þau sjálf og hið ólíka litróf okkar. Listaverkið er afrakstur vinnu okkar í þemanu að lifa í sátt við sjálfan sig og náttúruna. Vignir átti hugmyndina að verkinu og verkstýrði því og hann og Dagný sáu um að setja það saman og listaverkið var til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur en verður sett upp í matsal skólans. Hvetjum alla foreldra til að skoða það.

Prenta | Netfang

Að lifa í sátt og samlyndi

lifa i satt2Nemendur okkar og skólakór skólans settu svip sinn á alþjóðlega ráðstefnu er bar heitið Að lifa í sátt og samlyndi í heimi fjölbreytileikans. Nemendur sem ávörpuðu ráðstefnugesti sögðu frá þemavikunni okkar. Nemendurnir voru Júlía Ósk, Vésteinn, Sóldís og Felix en þau eru öll í 6. bekk.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs

nemendaverdlaunNemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs voru afhent í sautjánda sinn við hátíðlega athöfn í Háteigsskóla 28. maí. Verðlaunin eru veitt fyrir;

  • Góðan námsárangur, almennt eða í tiltekinni grein
  • Góðar framfarir í námi, almennt eða í tiltekinni grein
  • Virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, sýna frumkvæði eða leiðtogahæfileika
  • Frábæra frammistöðu í íþróttum eða listum, s.s. skák, boltaíþróttum, sundi, frjálsum íþróttum, dansi, myndlist eða tónlist
  • Listsköpun eða tjáningu í skólastarfi, s.s. í myndlist, tónlist, leiklist, handmennt, dansi eða upplestri
  • Félagslega færni, samskiptahæfni og framlag til að bæta eða auðga bekkjar- eða skólaanda
  • Nýsköpun eða hönnun, s.s. smíði, hannyrðir eða tæknimennt.

Savo Guðmundur Rakanovic sem er í 4. bekk Laugarnesskóla fékk viðurkenningu fyrir vera alltaf til fyrirmyndar og leggja sig fram í öllu því sem hann gerir. Hann er góður vinur og vel liðinn af bekkjarfélögunum. Savo á auðvelt með að vinna með ólíkum einstaklingum og leggur sig ávallt fram í að koma vel fram við alla. Auk þess hefur hann mikinn metnað í námi og leggur sig fram við að skilja það sem hann er að læra og leggur aukalega á sig til að ná þeim árangri sem hann sækist eftir. Hann sýndi það svo sannarlega í vetur með mikilli þrautseigju og æfingu í lestri. Óskum honum til hamingju.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Áheitahlaup UNICEF 2019

IMG 0118 MediumLaugarnesskóli er Réttindaskóli UNCEF sem þýðir að hann leggur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til grundvallar öllu starfi sínu.  UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum og berst fyrir réttindum allra barna. Samtökin sinna bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð

Unicef áheitahlaupið er árlegur viðburður í Laugarnesskóla en það fór fram í dag. Öll áheit í hlaupinu  renna beint til hjálparstarfs UNICEF. Allir nemendur skólans taka þátt í hlaupinu  og safna áheitum. Hér má sjá nemendur skólans að hlaupa til góðs og er ekki annað að sjá en að áhuginn sé mikill. Hlaupið var í Laugardalnum eins og vanalega og tóku allir árgangar þátt.

Prenta | Netfang