Skákmót Laugarnesskóla

IMG 2339 MobileNú á vormánuðum skipulögðu tveir drengir í 6. bekk, þeir Sigurður Haukur Birgisson og Adam Son Thai Huynh, skákmót í sínum árgangi. Keppnir fóru fram í bekkjum og undanúrslit voru tefld í gær þar sem allir þátttakendur tefldu sín á milli. Í undanúrslitum urðu þeir fyrrnefndu ásamt Orra Elíassyni hlutskarpastir og tefldu þeir svo til úrslita í dag. Leikar fóru þannig að Sigurður Haukur stóð eftir sem sigurvegari mótsins. Við óskum honum hjartanlega til hamingju með sigurinn og þökkum öllum nemendum 6. bekkjar fyrir þátttökuna í mótinu. Á myndinni eru þeir þrír sem tefldu til úrslita í dag.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs

IMG 5353 MobileÍ gær voru nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar afhent í Hólabrekkuskóla. Fyrir hönd Laugarnesskóla var Emilía Björt Böðvarsdóttir tilnefnd og tók hún á móti verðlaunum sínum við það tækifæri. Í morgunsöng var tilkynnt hver hefði hlotið verðlaunin að þessu sinni. Við það tækifæri sagði Sigríður Heiða skólastjóri að allir nemendur ættu tækifæri á að vera tilnefndir til þessara verðlauna. Hvatti hún nemendur, á hvaða aldri sem þeir eru,  til að keppa að þessum verðlaunum því það væri verðugt verkefni. Á myndinni eru Sigríður Heiða og Emilía í morgunsöngnum.

Prenta | Netfang

Ungir hljóðfæraleikarar

IMG 5343 MobileSkólahljómsveit Austurbæjar hefur starfsaðstöðu í Laugarnesskóla. Í starfi skólahljómsveitanna er haft að leiðarljósi að auka víðsýni og þroska nemenda, rækta listræna hæfileika þeirra og efla sköpunargáfu. Í skólahljómsveitunum er stuðlað að aukinni tónlistariðkun og félagsþroska, stutt við tónlistaruppeldi grunnskólanema og leitast við að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms.

Í morgun komu nokkrir ungir hljóðfæraleikarar og léku á hljóðfæri sín fyrir skólafélagana. Það var gaman að heyra og sjá hvað þessir nemendur höfðu lært mikið á stuttum tíma í skólahljómsveitinni. Það var greinilegt að þeir höfðu notið góðrar leiðsagnar frábærra kennara.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Ævintýralestrarátak IÐNÚ

verdlaun1 Nú er búið að velja til verðlauna þrjá nemendur skólans í ævintýralestrarátaki IÐNÚ. Þema átaksins var: lesa, lita, skapa, en nemendur lásu ævintýri, lituðu ævintýramyndir eða sköpuðu sitt eigið ævintýri. Þrenn verðlaun voru í boði. Verðlaunin voru afhent í morgunsöng í morgun. Fyrir lestrarþáttinn fékk Una Hólm Ólafsdóttir 4.S í verðlaun sex nýjustu Óvættafarar bækurnar. Fyrir litaþáttinn fékk Eðvarð Egill Finnsson 4.S nýjustu Óvættafararbókina í verðlaun og fyrir sköpunarþáttinn fékk Rakel Sif Grétarsdóttir 3.L í verðlaun nýjustu Ovættafararbókina og ritfangapakka. Í umsögn dómnefndar segir um verk Rakellar Sifjar: Vel unnið ævintýri og skemmtilegt, flottar myndir. Hér vantar ekki sköpunargleði. Mjög vel unnið. Við óskum verðlaunahöfunum til hamingju með árangurinn. 

Lesa >>

Prenta | Netfang