100 daga hátíð

IMG 2088 MobileÍ dag var hundrað daga hátíð hjá 1. bekk. Hátíðin er haldin í tilefni þess að nemendur eru búnir að vera eitt hundrað daga í skólanum. Unnin voru ýmis verkefni tengd tölunni 100 og hoppað og híað eins og vera ber á hátíðisdögum.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Norðurlandakynning 6. bekkjar

file5 1 MobileUndanfarnar vikur hafa nemendur í 6. bekk verið að kynna sér Norðurlöndin. Þeir hafa fræðst um lönd og þjóðir af kennslubókum og af neti. Eftir að hafa unnið vandaðar vinnubækur um löndin, var öllum nemendum skipt upp í hópa. Hver hópur vann ítarlega vinnu um eitt af Norðurlöndunum. Afrakstur þeirrar vinnu mátti sjá í morgun, þegar nemendur buðu til sýningar. Þar gat að líta vegleg kort af löndunum og fallega litaða fána. Auk þess vann hver hópur fróðlega ritgerð um landið, þar sem m.a. fram komu helstu atriði varðandi landshætti, gróðurfar, veðurfar og stjórnarfar hvers lands fyrir sig. Litríkir bæklingar lágu einnig frammi, en þar gat að líta upplýsingar um marga þá staði sem gaman væri að heimsækja, færi maður sem ferðamaður til Norðurlandanna. Nemendur og kennarar þakka öllum þeim sem lögðu leið sína í skólann í slagveðrinu í morgun til að sjá þessa flottu sýningu.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Palldagskrá hjá 1. L

1L2

 

,,Að vera á palli” er það kallað hér í Laugarnesskóla þegar nemendur koma fram á palli eða í sal skólans, undir leiðsögn kennara og flytja undirbúin stutt atriði, s.s. leikþætti, upplestur, söng og tónlist fyrir alla sem eru í skólanum á þeirri stundu. Slík dagskrá er flutt einu sinni í viku. Hver bekkur kemur fram a.m.k. einu sinni á vetri og er reynt að virkja alla nemendur til þátttöku. Markmið palldagskrár eru:

  • að þjálfa nemendur í að koma fram fyrir stóran hóp og bera ábyrgð á framkomu sinni
  • að auka samkennd í bekknum að kenna nemendum
  • að setja sig í spor annarra að læra að hlusta og virða framlag annarra
  • að glæða listhneigð og auka fjölbreytni í skólastarfi       

Það er alltaf smá fiðringur í maganum á nemendum fyrsta bekkjar þegar þeir stíga sín fyrstu skref á palli í Laugarnesskóla. Nemendur í 1. L voru með dagskrá í morgun og stóðu sig með ágætum. Þau sungu tvö lög við undirleik umsjónarkennara síns Ágústu Jónsdóttur. Þeim var líka vel fagnað í lokin.  

       

Prenta | Netfang

Viðbúnaður vegna óveðurs

Ovedur

Vegna veðurspár fyrir þriðjudaginn 9. janúar hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins virkjað viðbúnaðarstig 1. Það þýðir að skólahald gæti raskast vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda vð til að komast til skóla. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum lögreglu og slökkviliðs og fylgja börnum sínum til skóla í fyrramálið. Sjá nánar hér. 

Prenta | Netfang