Réttindaráð fundar

rettindaradLaugarnesskóli hóf þátttöku í réttindaskólaverkefni UNICEF haustið 2016 en það snýst um að gera barnasáttmála sameinuðu þjóðanna að lykilplaggi í skólastarfinu og fræða nemendur og starfsfólk um réttindi barna. Stefnt var að því að skólinn fengi viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF í nóvember 2017. Fyrir skömmu komu fulltrúar UNICEF í skólann til að kanna hvort þeim markmiðum sem þarf til þess að fá viðurkenningu sem réttindaskóli hefði verið náð. Nemendur og starfsfólk stóðust prófið og verður skólanum formlega veitt viðurkenning sem réttindaskóli UNICEF mánudaginn 20. nóvember. Þar sem þá er undirbúningsdagur kennara og nemendur ekki í skólanum verður formleg athöfn í skólanum að bíða til þriðjudagsins 21. nóvember. Til að undirbúa athöfnina fundði réttindaráð skólans með skólastjóra og var myndin tekin við það tækifæri.

Prenta | Netfang

Líkami mannsins

Líffæri 1 MobileNemendur í 6. bekk hafa verið að læra um líkama mannsins. Í lokin bjuggu þeir til líffæri úr ýmsu efni og kynntu fyrir bekkjunum. Á föstudag komu svo nemendur í 1. bekk í heimsókn og fengu góða fræðslu um líkamann, en þeir eru einmitt að hefja vinnu við sama efni.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Skertur dagur í skólanum 14.11.2017

Myndaniðurstaða fyrir kidsÁ morgun þriðjudaginn 14. nóvember er skertur dagur í skólanum. Það þýðir að kennslu lýkur kl. 12:30.
Þeir nemendur sem eiga að fara í Laugarsel og Dalheima verða áfram í skólanum í umsjá starfsfólks skólans en aðrir nemendur fara heim. Það er mikilvægt að þau börn sem ekki eru í frístundinni séu sótt á réttum tíma.

Prenta | Netfang