Vinna nemenda í textíl

IMG 2289 MobileHér eru nokkur sýnishorn sem unnin voru í textíl í vetur. Nemendur í 1.bekk æfðu sig í að klippa og sauma stafi sína sem og skreyta verkefnið með tölum og perlum að vild. Þeir fengu líka að prófa að þæfa. náðu sumir að búa til styttu „ég sjálf/ur“ og var sú vinna einstaklega skemmtileg. Í 2.bekk var handsaumað og var frábært að sjá hvað nemendur lögðu mikla vinnu í verkefni sín. Í 5.bekk var unnið af kappi við aðalverkefni vetrarins sem var þæfður furðufugl og þar fékk hugmyndaflug og sköpun hvers og eins að njóta sín. Verkefnin urðu alveg einstök og voru algjört augnayndi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Nemendur í þriðja bekk notuðu efnisafganga í verkefni sem tengdust umhverfismálum, nýtingu og sóun. Fjallað var um litafræði og hugtök tengd henni og tengdu nemendur fræðin verkefnum sínum.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Skólaslit

Skólaárinu verður formlega slitið í dag 7. júní með hátíðardagskrá og útskrift 6. bekkjar í sal skólans kl. 13:00 .

Prenta | Netfang

Skákmót Laugarnesskóla

IMG 2339 MobileNú á vormánuðum skipulögðu tveir drengir í 6. bekk, þeir Sigurður Haukur Birgisson og Adam Son Thai Huynh, skákmót í sínum árgangi. Keppnir fóru fram í bekkjum og undanúrslit voru tefld í gær þar sem allir þátttakendur tefldu sín á milli. Í undanúrslitum urðu þeir fyrrnefndu ásamt Orra Elíassyni hlutskarpastir og tefldu þeir svo til úrslita í dag. Leikar fóru þannig að Sigurður Haukur stóð eftir sem sigurvegari mótsins. Við óskum honum hjartanlega til hamingju með sigurinn og þökkum öllum nemendum 6. bekkjar fyrir þátttökuna í mótinu. Á myndinni eru þeir þrír sem tefldu til úrslita í dag.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs

IMG 5353 MobileÍ gær voru nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar afhent í Hólabrekkuskóla. Fyrir hönd Laugarnesskóla var Emilía Björt Böðvarsdóttir tilnefnd og tók hún á móti verðlaunum sínum við það tækifæri. Í morgunsöng var tilkynnt hver hefði hlotið verðlaunin að þessu sinni. Við það tækifæri sagði Sigríður Heiða skólastjóri að allir nemendur ættu tækifæri á að vera tilnefndir til þessara verðlauna. Hvatti hún nemendur, á hvaða aldri sem þeir eru,  til að keppa að þessum verðlaunum því það væri verðugt verkefni. Á myndinni eru Sigríður Heiða og Emilía í morgunsöngnum.

Prenta | Netfang