Talnapúkinn – þriðji hluti

15.2.2012 1.S.palldagskra.forsidaLeiklistin blómstrar í Laugarnesskóla þessa dagana. Í dag fengum við að sjá þriðja hluta leikritsins um Talnapúkann. Það voru nemendur 1. bekkjar S sem sáu um að skemmta áhorfendum. Fjórði og síðasti hluti verður svo sýndur á föstudaginn en þá stíga á svið nemendur 1. K. Dýrleif Jónsdóttir samdi leikritið upp úr bókinni Talnapúkinn eftir Bergljótu Arnalds.

 

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Talnapúkinn

8.2.2012 palldagskra 1.bekkur.lNemendur í 1. L sýndu fyrsta hluta af leikritinu um Talnapúkann síðastliðinn miðvikudag. Þau eru búin að vinna mikið með tölur og bókina Talnapúkann eftir Bergljótu Arnalds. Dýrleif samdi leikrit fyrir alla fyrstu bekkina upp úr bókinni. Næstu hlutar leikritsins verða svo sýndir á næstu dögum.

Prenta | Netfang

Prjónandi krakkar

13.2.2012 prjon

Það er ekki slegið slöku við þegar kemur að prjónaskap hjá þessum stelpum. Þær notuðu frímínúturnar til þess að prjóna enda veðrið gott og tilvalið að hafa eitthvað á prjónunum.

Prenta | Netfang