Umhverfisdagur

Laugarnesskóli hefur frá árinu 2010 verið handhafi Grænfánans. Markmið Grænfánaskóla eru að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

IMG 2252 MobileSkólar á grænni grein eru stærsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag.

Í dag er umhverfisdagur skólans. Af því tilefni fór fram árleg hreinsun á skólalóðinni. Lóðin var sópuð í gær og í dag eftir hádegi fóru allir, nemendur jafnt sem starfsmenn, út til að tína og flokka rusl og annað það sem fjarlægja þurfti af lóðinni. Á myndunum má sjá glaða krakka og áhugasama starfsmenn um að fegra umhverfi sitt. 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Hjólreiðanámskeið

IMG 5302 MobileIMG 5305 Mobile

 

 

 

 

 

 

Nú er kominn hentugur tími og veður til hjólreiða og nemendur skólans mæta margir á hjólum eða hlaupahjólum í skólann. Í morgun var leiðsögn fyrir nemendur í 5. og 6. bekk um hjólreiðar og umferðarreglur. Nemendur sýndu kennslunni mikinn áhuga enda ekki á hverjum degi sem hægt er að fá fræðslu um þessi efni.

Prenta | Netfang

Vor í lofti

file 1 MobileNú er vor í lofti og nemendur farnir að koma á hjólum og hlaupahjólum í skólann. Mikið vantar upp á að aðstaða til að geyma farartækin sé í lagi og því ákváðu nemendur skólans að senda Degi borgarstjóra bréf ásamt tillögum að úrbótum í þessum efnum, og þá sérstaklega varðandi hlaupahjólin. Bréfritarar lásu bréfið upp í morgunsöng og tillögunum var varpað upp á skjá svo allir gætu séð. Hér eru þau Óskar, Rakel og Reynir með bréfið og tillögurnar sem þau sendu borgarstjóra. 

Smellið á Lesa til að skoða bréfið og tillögurnar.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Umhverfisteymi í heimsókn hjá rauða krossinum

Rauði kross 6 Mobile afritÁ aðventunni óskuðu fulltrúar Umhverfisteymisins eftir því að nemendur og starfsfólk skólans söfnuðu fötum fyrir Rauða krossinn. Söfnunin tókst vel. Í kjölfarið kom upp sú hugmynd að fara í heimsókn í fataflokkun Rauða krossins og fá að sjá hvað verður um það sem safnast.
Miðvikudaginn 14. mars fóru fulltrúar Umhverfisteymis Laugarnesskóla í þessa heimsókn.
Þar var margt að sjá. Fræddust þeir um hvernig fötin eru flokkuð eftir gæðum og nýtingar möguleikum. Hlýjustu fötin voru send strax í janúar til Hvíta Rússlands og gladdi það fulltrúana að vita að fötin ættu sér framhaldslíf og héldu nú hita á börnum í öðru og enn kaldara landi.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang