Palldagskrá hjá 1. L

1L2

 

,,Að vera á palli” er það kallað hér í Laugarnesskóla þegar nemendur koma fram á palli eða í sal skólans, undir leiðsögn kennara og flytja undirbúin stutt atriði, s.s. leikþætti, upplestur, söng og tónlist fyrir alla sem eru í skólanum á þeirri stundu. Slík dagskrá er flutt einu sinni í viku. Hver bekkur kemur fram a.m.k. einu sinni á vetri og er reynt að virkja alla nemendur til þátttöku. Markmið palldagskrár eru:

  • að þjálfa nemendur í að koma fram fyrir stóran hóp og bera ábyrgð á framkomu sinni
  • að auka samkennd í bekknum að kenna nemendum
  • að setja sig í spor annarra að læra að hlusta og virða framlag annarra
  • að glæða listhneigð og auka fjölbreytni í skólastarfi       

Það er alltaf smá fiðringur í maganum á nemendum fyrsta bekkjar þegar þeir stíga sín fyrstu skref á palli í Laugarnesskóla. Nemendur í 1. L voru með dagskrá í morgun og stóðu sig með ágætum. Þau sungu tvö lög við undirleik umsjónarkennara síns Ágústu Jónsdóttur. Þeim var líka vel fagnað í lokin.  

       

Prenta | Netfang

Viðbúnaður vegna óveðurs

Ovedur

Vegna veðurspár fyrir þriðjudaginn 9. janúar hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins virkjað viðbúnaðarstig 1. Það þýðir að skólahald gæti raskast vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda vð til að komast til skóla. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum lögreglu og slökkviliðs og fylgja börnum sínum til skóla í fyrramálið. Sjá nánar hér. 

Prenta | Netfang