Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

dsc030321Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir árlega verðlaun fyrir nýbreytni- og þróunarverkefni í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera til eftirbreytni. Markmiðið er að veita starfsfólki í skóla- og frístundastarfi hvatningu í starfi, vekja athygli á gróskumiklu fagstarfi í borginni og stuðla að nýbreytni.

Í ár fengu Laugarnesskóli og Frístundaheimilið Laugarsel hvatningarverðlaunin fyrir réttindastarf með börnum, en þessar stofnanir eru í samstarfi um að innleiða réttindaskólaverkefni UNICEF. Þetta er í fyrsta skipti á heimsvísu sem það verkefni er innleitt samhliða í skóla- og frístundastarfi en Laugarsel og Laugarnesskóli eru m.a. með sameiginlegt réttindaráð barna. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er grundvöllur fagstarfsins og læra börnin um réttindi sín í máli og myndum.

Á myndinni hér að ofan má sjá þær Lilju Mörtu Jökulsdóttir aðstoðarforstöðumann, Stellu Björgu Kristinsdóttur forstöðumann í Laugarseli og Maríu Guðmundsdóttur umsjónarmann Réttindaskólaverkefnisins í Laugarnesskóla er þær tóku við hvatningarverðlaununum fyrir Réttindafrístund - Réttindaskóla verkefnið.

Prenta | Netfang

Afmælisbarn dagsins

sigi MobileÍ dag á vinsælasti maður skólans afmæli. Siggi kokkur er sextugur og í tilefni dagsins söfnuðust allir sem vettlingi gátu valdið saman í matsalnum og sungu fyrir hann afmælislagið. 

   

Lesa >>

Prenta | Netfang

Umhverfisdagur

Laugarnesskóli hefur frá árinu 2010 verið handhafi Grænfánans. Markmið Grænfánaskóla eru að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

IMG 2252 MobileSkólar á grænni grein eru stærsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag.

Í dag er umhverfisdagur skólans. Af því tilefni fór fram árleg hreinsun á skólalóðinni. Lóðin var sópuð í gær og í dag eftir hádegi fóru allir, nemendur jafnt sem starfsmenn, út til að tína og flokka rusl og annað það sem fjarlægja þurfti af lóðinni. Á myndunum má sjá glaða krakka og áhugasama starfsmenn um að fegra umhverfi sitt. 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Hjólreiðanámskeið

IMG 5302 MobileIMG 5305 Mobile

 

 

 

 

 

 

Nú er kominn hentugur tími og veður til hjólreiða og nemendur skólans mæta margir á hjólum eða hlaupahjólum í skólann. Í morgun var leiðsögn fyrir nemendur í 5. og 6. bekk um hjólreiðar og umferðarreglur. Nemendur sýndu kennslunni mikinn áhuga enda ekki á hverjum degi sem hægt er að fá fræðslu um þessi efni.

Prenta | Netfang