Slökkviliðið með fræðslu fyrir 3. bekk

IMG 2632 MediumÍ dag kom slökkviliðið í heimsókn til þess að fræða nemendur um eldvarnir og hvernig bregðast ´æa við ef eldur brýst út á heimilum. Boðskapur slökkviliðsins var einkum þessi:

Eldvarnirnar miða fyrst og fremst að því að tryggja líf og heilsu. Í öðru lagi geta eldvarnir dregið verulega úr tjóni á eignum. Eftirfarandi þarft fyrst og fremst að hafa til staðar og í lagi:

  -Reykskynjara, nægjanlega marga og rétt staðsetta
  -Flóttaleiðir, nægilega margar og greiðfærar
  -Slökkvibúnað af réttri gerð og rétt staðsettan
  -Þekkingu á fyrstu viðbrögðum
  -Muna símanúmer neyðarlínunnar 112

Við þökkum slökkviliðinu fyrir að gefa sér tíma til að koma til okkar og fræaða nemendur um eldvarnir og viðbrögð þegar eldur brýst út.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Aðventan í Laugarnesskóla

jolagluggi 2 MediumNú þegar aðventan er gengin í garð hefst hefðbundin desemberdagskrá í skólanum. Kennarar gera ýmislegt skemmtilegt með nemendum sem minnir á árstíðina og við öll gerum okkur dagamun.
Jólaglugginn er kominn á sinn stað í aðalsal skólans og blasir, í allri sinni dýrð, við þeim sem koma með börn sín í skólann í myrkrinu og nýfallinn snjór sér um að auka enn á stemminguna. Piparkökuhús Sigga kokks er komið upp, og reyndar er það heilt þorp þetta árið, glæsilegt að venju. Við munum sækja jólatréð okkar í Katlagil eins og hefðbundið er  og í morgunsöng hljóma gjarnan jólalög. Ýmislegt annað verður gert sér til dundurs og gagns.
Heyrst hefur að von sé á einum rauðklæddum einhvern morguninn og margt, margt fleira verður á dagskránni. Kristinn og Harpa leika jólalög á pallinum á milli kl 8:15 og 8:30 ásamt gestum og tilvalið að staldra við og hlusta á eitt eða tvö lög í morgunsárið. Starfsfólk skólans vil óska öllum ánægjulegrar og friðsællar aðventu og vona að sem flestir sjái sér fært að líta við og njóta þessara skammdegismorgna með starfsfólki og nemendum.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fullveldishátíð

1 des 2018 2 MediumÁ morgun er 1. desember. Á þeim degi fyrir 100 árum viðurkenndu Danir að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki, en Danir höfðu stjórnað Íslandi frá árinu 1380. 

Í tilefni af hundrað ára afmælinu hefur verið þemavika í skólanum þar sem unnið hefur verið með árið 1918 og það merkasta sem það ár bauð upp á. Í dag var svo uppskeruhátíð þar sem til sýnis var afrakstur vikunnar ásamt því að sjötti bekkur stóð fyrir hátíðarmorgunsöng. Þar léku nemendur í sjötta bekk Ísland ögrum skorið og frumflutt var lag eftir þá bræður Tryggva og Sveinbjörn Baldvinssyni, sem samið var í tilefni af fullveldishátíðinni. Morgunsöng lauk svo með skólasöng Laugarnesskóla eftir Báru Grímsdóttur. Svo skemmtilega vill til að þeir Tryggvi og Sveinbjörn voru nemendur í Laugarnesskóla hér áður fyrr og Bára kenndi hér um árabil. Margir góðir gestir heimsóttu einnig skólann í dag í tilefni dagsins.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Barnaþing

IMG 6247

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

í gær þinguðu allir nemendur í 1.-5. bekk um réttindi barna, líðan barna, einelti, öryggi, mengun, matarsóun í skólum og hreint vatn. Hefðbundin kennsla vék fyrir umræðuhópum sem stýrt var af sjöttu bekkingum. Í hverjum umræðuhóp voru nemendur í 1.-5. bekk en nemendur úr 6. bekk stýrði umræðum og gættu þess að allir fengju tækifæri til að leggja orð í belg.

Nemendalýðræði er ekki nýtt í Laugarnesskóla en hann er fyrsti skólinn í Reykjavík sem gert hefur samkomulag við UNICEF á Íslandi um að vera réttindaskóli. Réttindaskóli er hugmyndafræði fyrir skóla- og frístundastarf sem tekur mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Auk þess er nemendafélag skólans, Hugmyndaráðið, mjög virkt og nemenur hafa rödd þegar kemur að stefnumótun og framkvæmd í skólastarfinu. Að auki sitja tveir nemendur í skólaráði og taka þátt í umræðum á þeim vettvangi allt eftir aldri, þroska og umræðuefni.

Í skólanum er Vinaliðaverkefni en það þýðir að tveir nemendur úr hverjum 4. - 6. bekk eru valdir af nemendum til að vera vinaliðar. Vinaliðar leiða leiki og verkefni í frímínútum en auk þess að vera með dagskrá gæta þau þess að enginn sé skilinn eftir útundan. Vinaliðar starfa bæði inni og úti á skólalóðinni og ræðst það mest af veðri hvort er vinsælla hjá nemendum.

Sjá nánar á http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/23879?ep=7gbusk (19:40)

http://www.visir.is/k/abd27054-7a04-466a-b5d8-792222c04cf6-1542740565626 

Prenta | Netfang