Skóli í blóma

12Þetta er tíminn þegar kirsuberjatrén standa í blóma. Í Laugarnesskóla má finna blómstrandi kirsuberjatré og þegar betur er að gáð þá eru sjálf kirsuberjablómin ljóð sem nemendur hafa ort um besta vin sinn eða vinkonu. Ljóðaformið er kallað perlu-fimma en það er þannig að í fyrstu línu er nafn þess sem ort er um. Í annarri línu eru tvö orð sem lýsa þeim sem um er ort, í þriðju línu þrjú orð um það sem viðkomandi getur gert. Í fjórðu línu koma svo fjögur orð sem lýsa tilfinningum höfundar til bestu vinkonu eða vinar. Að lokum endar perlu-fimman á einu orði sem er lýsandi fyrir yrkisefnið. 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Foreldraþorpið

foreldrathorpid Small„Foreldraþorpið“ er vettvangur samstarfs foreldrafélaga grunnskólanna í Laugardal – Háaleiti og Bústöðum.
Undanfarin 2 ár hafa stjórnir foreldrafélaga annars vegar í Laugardal og hins vegar í Háaleiti/Bústöðum átt samstarf og t.d. sammælst um fræðslu fyrir foreldra ofl. Þau eiga einnig fulltrúa í Forvarna- og heilsueflingarteymi ÞLH sem vinnur eftir sérstakri aðgerðaráætlun. Eitt af markmiðunum er að virkja foreldra og efla samstarf þeirra. Allt er þetta liður í verkefni foreldrafélaganna um Heilsueflandi hverfi og er stór þáttur í FORVÖRNUM.
Nú stendur mikið til og Foreldraþorpið mun standa fyrir fundi 3.maí í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal kl. 19.30. Umfjöllunarefnið er snjalltækjanotkun barna og unglinga. Allir eru velkomnir á fundinn og aðgangur er ókeypis.

Smellið hér til þess að sjá plakatið.

Prenta | Netfang

Gleðilegt sumar

sumarStarfsfólk Laugarnesskóla óskar nemendum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið í vetur.

Ef smellt er á myndina hér til vinstri má sjá dagskrá sem Reykjavíkurborg er með í öllum hverfum borgarinnar á sumardaginn fyrsta. Góða skemmtun!

Prenta | Netfang