Vinabekkir hittast

haustmynd4

 

 Í skólanum hafa í mörg ár tveir og tveir bekkir verið paraðir saman, eldri bekkur og yngri bekkur og eru þeir kallaðir vinabekkir. Vegna þess að skólinn er að stækka og bekkjum fjölgar er farið að hafa þrjá bekki saman sem vinabekki.

Markmiðið er að koma á kynnum yngri og eldri nemenda, styrkja félagatengsl þeirra á milli og draga úr stríðni og einelti. Eldri nemendur fá það hlutverk að styðja þá yngri í leik og starfi.

Hérna koma nokkrar myndir úr morgunstund vinabekkjanna 1.S, 3.K og 5.K þar sem gerðar voru haustmyndir úr laufblöðum sem týnd voru á skólalóðinni. 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Aðalfundur foreldrafélags Laugarnesskóla 2017

AdALFUNDUR FS

Prenta | Netfang

Viðurkenning frá UNICEF á Íslandi

UNICEFNú í vikunni barst skólanum viðurkenningarskjal frá UNICEF á Íslandi fyrir þátttöku í UNICEF hreyfingunni 2017. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Samtökin berjast fyrir réttindum allra barna og sinna bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Samtökin eru á vettvangi í yfir 190 löndum og hefur að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna.

Laugarnesskóli hefur tekið þátt í UNICEF áheitahlaupinu og safnað til góðgerðarmála einu sinni á ári. Í ár söfnuðust um 550 þúsund krónur en alls hafa nemendur skólans safnað umtalsverðum fjárhæðum til þessa góða málefnis.

Viðurkenningin nær einnig til þátttöku Laugarnesskóla í réttindaskólaverkefninu en það snýst um að gera barnasáttmála sameinuðu þjóðanna að lykilplaggi í skólastarfinu og fræða nemendur og starfsfólk um réttindi barna. Stefnt er að því að skólinn fái viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF í nóvember.

Smellið á myndina til að skoða viðurkenninguna.

Prenta | Netfang

Foreldraþorpið með fyrilestrakvöld

Plakat MobileForeldraþorpið stendur fyrir fyrirlestrakvöldi um kvíða 11. október í Höllinni. Allir foreldrar og forráðamenn barna svo og aðrir þeir sem áhuga hafa eru boðnir velkomnir. Smellið á myndina til að skoða auglýsingu um viðburðinn.

Prenta | Netfang