Listasýning

syning 6.bList- og verkgreinar skipa stóran sess í starfi Laugarnesskóla. List- og verkgreinar efla sköpun og koma til móts við tjáningaþörf nemenda auk þess að vera augna- og eyrnayndi. Inn af anddyri skólans má nú sjá afrakstur listsköpunar nemenda. Þessar myndir og fleiri til eru eftir nemendur í 6. bekk og  eru þær unnar í anda Pablo Picasso í einni listasmiðjunni.

Prenta | Netfang

Vinna með Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna

UNICEFVið í Laugarnesskóla erum að stefna að því að verða Réttindaskóli Unicef. Í skólanum ætlum við að vinna með ákveðin þemu í tengslum við þá vinnu.

Í síðustu viku var unnið með hugtökin réttindi og forréttindi. Nemendur skoðuðu hver væru réttindi allra barna og hvaða munur er á réttindum og forréttindum

Í þessari viku er verið að vinna með þemað Barnasáttmálinn. Þá er sérstaklega verið að skoða eftirfarandi greinar:

  • Jafnræðisreglan, 2. gr
  • Réttur barna til að þekkja réttindin sín, 42. gr
  • Réttur barna til heilsu og heilsugæslu, 24. gr
  • Réttur barna til að njóta góðrar umönnunar, 5. gr, 3. gr, 9. gr, 18. gr, 27. gr.
  • Réttur barna til verndar gegn hvers kyns ofbeldi og misnotkunar, 19. gr og 34. gr
  • Réttur barna til tjáningar og þátttöku. 12. og 13. gr.

Í næstu viku skoðum við þemað Allir eru einstakir. Eitt af markmiðum þá er að nemendur viti að öll börn eiga rétt á nafni. Því höfum við ákveðið að vera með sameiginlegt verkefni alls skólans um nöfnin okkar og fögnum við þeirri vinnu föstudaginn 7. apríl með nafnadegi. Þá verða nemendur með upplýsinar um nafn sitt. Hvað það þýðir, hvaðan það kemur hvað margir heita því nafni o.s.frv. Það er þátturinn öll erum við einstök.

Eftir páska verður unnið með þemun Fjölskyldur og Skólinn

Upplýsingar um Barnasáttmálann eru að finna á https://www.barn.is/barnasattmalinn/ Einnig er hægt að fá kynningu á honum á mörgum tungumálum

https://www.barn.is/barnasattmalinn/barnasattmalinn-a-ymsum-tungumalum/ 

Prenta | Netfang

Teiknimyndasögur á bókasafninu

mottutreTinni, Palli og Toggi, Viggó viðutan (sem varð sextugur fyrr á árinu), Svalur og Valur, Tarzan, Prins Valíant og fleiri teiknimyndasögur hafa verið vinsælar á skólasafninu undanfarið enda teiknimyndasögur þema safnsins í marsmánuði. Í tilefni af mottumars fengu þeir nemendur sem lásu eina eða fleiri teiknimyndasögur „mottumynd“ tekna af sér sem var síðan hengd upp á „mottutréð“.

Lesa >>

Prenta | Netfang