Siljan myndbandasamkeppni

IMG 8113Á þriðjudag var verðlaunaafhending Siljunnar í morgunsöng. Barnabókasetur, í samstarfi við Borgarbókasafnið í Reykjavík, stendur fyrir keppninni. Keppt var í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Siljan er opin nemendum í öllum skólum landsins en keppnin er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Markmið keppninnar er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri. Markmiðið með Siljunni er þó ekki síður að efla skólasöfnin: Aðalverðlaunin voru 100.000 króna bókaúttekt frá Félagi íslenskra bókaútgefenda fyrir skólasafn sigurvegaranna.

Nemendur skólans tóku þátt í keppninni og unnu til 1. og 3. verlauna í sínum aldursflokki. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú bestu myndböndin í hvorum flokki.

Fyrstu verðlaun: 25.000 krónur + 100.000 kr. bókaúttekt fyrir skólasafnið

Önnur verðlaun: 15.000 krónur

Þriðju verðlaun: 10.000 krónur

Á myndinni eru sigurvegararnir ásamt kennara sínum og fulltrúum keppninnar.

Prenta | Netfang

Gleðilegt sumar

Myndaniðurstaða fyrir spring kidsFimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti, engin kennsla og frí í skólanum. Kennsla hefst aftur föstudaginn 26. apríl samkvæmt stundaskrá.

Prenta | Netfang

Norðurlandaverkefni

IMG 2907 PhoneUndanfarnar vikur hafa nemendur í 6. bekk verið að kynna sér Norðurlöndin. Eftir stutta yfirferð á öllum þessum löndum í bekk var nemendum skipt upp í hópa þvert á árganginn og hver hópur vann kynningu um eitt land/ þjóð. Afrakstur þeirrar vinnu mátti sjá í gær, þegar nemendur buðu til sýningar í hátíðarsal skólans. Þar gat að líta fjölbreytt verkefni, veggspjöld, glærusýningar, kökur, skandínavíska hönnun og afurðir, kahoot leiki og margt fleira. Auk þess gerði hver hópur ferðalýsingu á ímyndaðri ferð sem vonandi verður farin einhvern tíma í framtíðinni. Nemendur og kennarar þakka öllum þeim sem komu að þessu verkefni, foreldrum fyrir heimsóknir bæði í kennslustundir og á kynninguna í gær.

Prenta | Netfang

Páskaleyfi

Myndaniðurstaða fyrir easterSamkvæmt skóladagatali hefst páskaleyfi mánudaginn 8. apríl. Kennsla hefst á ný þriðjudaginn 23. apríl samkvæmt stundaskrá.
Starfsfólk Laugarnesskóla óskar nemendum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska.

Prenta | Netfang