Nýr vefur bráðlega í loftið

Vefur Laugarnesskóla mun taka stakkaskiptum á næstunni en unnið er að uppsetningu á nýjum vef sem mun fara í loftið í október ef allt gengur eftir. Nýi vefurinn verður m.a. þægilegri aflestrar í snjallsíma og býður upp á samstillingu við Google dagatal fyrir þá sem það nota.

Meðan á þessari vinnu stendur verður lítil áhersla á nýtt efni á gamla vefnum. Við þökkum biðlundina.

Prenta | Netfang