Fjölmenning og góð tengsl við nærsamfélagið

Í Laugarnesskóla fögnum við fjölbreytileika!

Fimmtudaginn 5. september verður boðið upp á fræðslufund fyrir foreldra í Laugarnesskóla, kl. 17-19 í sal skólans.

Fundurinn er ætlaður foreldrum í Laugarnesskóla. Boðið er upp á fræðslu og samræður um ýmislegt sem viðkemur fjölmenningu og hindrunum sem minnihlutahópar standa frammi fyrir. Rætt um leiðir til að auðvelda tengslamyndun og aðlögun að íslensku samfélagi og hvert hlutverk foreldra er í því.

Mikilvægt er fyrir ykkur að mæta á fundinn og er boðið upp á pössun fyrir börn á meðan fundurinn stendur. Verið hjartanlega velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur!

Prenta | Netfang