Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs

nemendaverdlaunNemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs voru afhent í sautjánda sinn við hátíðlega athöfn í Háteigsskóla 28. maí. Verðlaunin eru veitt fyrir;

  • Góðan námsárangur, almennt eða í tiltekinni grein
  • Góðar framfarir í námi, almennt eða í tiltekinni grein
  • Virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, sýna frumkvæði eða leiðtogahæfileika
  • Frábæra frammistöðu í íþróttum eða listum, s.s. skák, boltaíþróttum, sundi, frjálsum íþróttum, dansi, myndlist eða tónlist
  • Listsköpun eða tjáningu í skólastarfi, s.s. í myndlist, tónlist, leiklist, handmennt, dansi eða upplestri
  • Félagslega færni, samskiptahæfni og framlag til að bæta eða auðga bekkjar- eða skólaanda
  • Nýsköpun eða hönnun, s.s. smíði, hannyrðir eða tæknimennt.

Savo Guðmundur Rakanovic sem er í 4. bekk Laugarnesskóla fékk viðurkenningu fyrir vera alltaf til fyrirmyndar og leggja sig fram í öllu því sem hann gerir. Hann er góður vinur og vel liðinn af bekkjarfélögunum. Savo á auðvelt með að vinna með ólíkum einstaklingum og leggur sig ávallt fram í að koma vel fram við alla. Auk þess hefur hann mikinn metnað í námi og leggur sig fram við að skilja það sem hann er að læra og leggur aukalega á sig til að ná þeim árangri sem hann sækist eftir. Hann sýndi það svo sannarlega í vetur með mikilli þrautseigju og æfingu í lestri. Óskum honum til hamingju.

nemendaverdlaun2

Prenta | Netfang