Áheitahlaup UNICEF 2019

IMG 0118 MediumLaugarnesskóli er Réttindaskóli UNCEF sem þýðir að hann leggur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til grundvallar öllu starfi sínu.  UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum og berst fyrir réttindum allra barna. Samtökin sinna bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð

Unicef áheitahlaupið er árlegur viðburður í Laugarnesskóla en það fór fram í dag. Öll áheit í hlaupinu  renna beint til hjálparstarfs UNICEF. Allir nemendur skólans taka þátt í hlaupinu  og safna áheitum. Hér má sjá nemendur skólans að hlaupa til góðs og er ekki annað að sjá en að áhuginn sé mikill. Hlaupið var í Laugardalnum eins og vanalega og tóku allir árgangar þátt.

Prenta | Netfang