Öryggi á hjólinu

IMG 2309 MediumNú þegar sumarblíðan er komin, fara margir ferða sinna á reiðhjóli. Laugarnesskóli hefur árum saman hvatt nemendur og starfsfólk til þess að nota vistvæna ferðamáta á leið sinni til og frá skóla. Skólinn hefur einnig minnt á öryggisatriði fyrir hjólreiðafólk og nú hefur hjúkrunarfræðingur skólans bætt um betur og gert gott myndband sem útskýrir fyrir nemendum nauðsyn þess að nota hjálm. 

Prenta | Netfang