Laugarnesskóli fær viðurkenningu

sameyki stofnun arsins 2019 75 Phone StofnunArsins Merki 2019 Fyrirmyndar

Í gær veitti Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu viðurkenningar til stofnana hjá ríki og sveitarfélögum sem þykja skara fram úr. Laugarnesskóli fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarstofnun 2019 í flokknum stærri stofnanir sem hafa fimmtíu eða fleiri starfsmenn. Valið fer fram með skoðanakönnun stéttarfélagsins meðal starfsmanna stofnananna og varð Laugarnesskóli í fjórða sæti allra þeirra stofnana sem hafa félagsmenn Sameykis í starfi. Í framhaldinu fær skólinn leyfi til að nota merki Sameykis um fyrirmyndastofnanir og má sjá það neðan við merki skólans hér til vinstri. Á myndinni er Sigríður Heiða skólastjóri í hópi forstöðumönnum annarra stofnana sem fengu sams konar viðurkenningu.

Prenta | Netfang