Siljan myndbandasamkeppni

Ritað þann .

IMG 8113Á þriðjudag var verðlaunaafhending Siljunnar í morgunsöng. Barnabókasetur, í samstarfi við Borgarbókasafnið í Reykjavík, stendur fyrir keppninni. Keppt var í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Siljan er opin nemendum í öllum skólum landsins en keppnin er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Markmið keppninnar er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri. Markmiðið með Siljunni er þó ekki síður að efla skólasöfnin: Aðalverðlaunin voru 100.000 króna bókaúttekt frá Félagi íslenskra bókaútgefenda fyrir skólasafn sigurvegaranna.

Nemendur skólans tóku þátt í keppninni og unnu til 1. og 3. verlauna í sínum aldursflokki. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú bestu myndböndin í hvorum flokki.

Fyrstu verðlaun: 25.000 krónur + 100.000 kr. bókaúttekt fyrir skólasafnið

Önnur verðlaun: 15.000 krónur

Þriðju verðlaun: 10.000 krónur

Á myndinni eru sigurvegararnir ásamt kennara sínum og fulltrúum keppninnar.

Prenta |