Norðurlandaverkefni

IMG 2907 PhoneUndanfarnar vikur hafa nemendur í 6. bekk verið að kynna sér Norðurlöndin. Eftir stutta yfirferð á öllum þessum löndum í bekk var nemendum skipt upp í hópa þvert á árganginn og hver hópur vann kynningu um eitt land/ þjóð. Afrakstur þeirrar vinnu mátti sjá í gær, þegar nemendur buðu til sýningar í hátíðarsal skólans. Þar gat að líta fjölbreytt verkefni, veggspjöld, glærusýningar, kökur, skandínavíska hönnun og afurðir, kahoot leiki og margt fleira. Auk þess gerði hver hópur ferðalýsingu á ímyndaðri ferð sem vonandi verður farin einhvern tíma í framtíðinni. Nemendur og kennarar þakka öllum þeim sem komu að þessu verkefni, foreldrum fyrir heimsóknir bæði í kennslustundir og á kynninguna í gær.

Prenta | Netfang