Dagskrá á öskudag

Myndaniðurstaða fyrir öskudagur

Upphaf lönguföstu er í þessari viku með skemmtilegum dögum, bolludegi, sprengidegi og öskudegi. Öskudagurinn verður óhefðbundinn, skertur, skóladagur þar sem engin hefðbundin kennsla verður, heldur eru alls konar stöðvar um allan skóla sem nemendur geta heimsótt. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að mæta í óhefðbundnum fatnaði eða búningum og við ætlum að eiga góðar stundir saman fram að hádegi en þá lýkur skóladeginum hjá öllum nemendum sem ekki fara í Laugarsel eða Dalheima. Þeir nemendur sem skráðir eru í Frístund verða áfram í skólanum í umsjón starfsmanna.

Nemendur í 1.-4. bekk eru búnir kl. 12:00. Fyrsti og annar bekkur skráir sig á venjubundnum stöðum (í tröppunum og inni í stóra sal) og skila síðan af sér töskum úti í húsi.
Eftir það verður horft á mynd.

1.og 2. bekkur horfir á mynd í matsal. Starfsmenn verða í fyrstu í fatahengi í Laugarseli og aðstoða nemendur við að koma fyrir töskum.

Þeir nemendur í 3. og 4. bekk sem fara í Dalheima fara í tónmenntastofu (umsjónarkennarar fylgi þeim) og bíða þar þangað til starfsmenn Dalheima koma, skrá og fylgja nemendum. Nemendur verða sóttir klukkan 12:30. Starfsmaður verður á vakt.

Kl. 13:45 byrja nemendur í 1. 2. bekk að ganga yfir í kirkju en þar verður skipulögð dagskrá.

Prenta | Netfang