Barnamenningarhátíð framundan

heimasNú styttist í Barnamenningarhátíð. Eins og áður verður öllum börnum í fjórðu bekkjum í Reykjavík boðið á opnunarviðburð hátíðarinnar sem fer fram þann 9. apríl í Hörpu. Óskað hefur verið samstarfs við skólana og börnin um verkefni líkt og áður hefur verið gert. Verkefnin að þessu sinni tengjast því að láta drauma sína rætast, í takt við heiti nýrrar menntastefnu borgarinnar: Látum draumana rætast.
Í dag komu þau Mikki og Begga og kynntu fyrir nemendum 4. bekkja hvernig maður getur látið drauma sína rætast. Þau voru með skemmtilega og lifandi kynningu sem nemendur hlýddu hrifnir á.

Prenta | Netfang