Konan og selshamurinn

Heimasida opera„Gamalt en glænýtt” er verkaröð Töfrahurðar þar sem gömul sagnahefð Íslands er færð í nýjan búning fyrir börn og unglinga. Tónskáld og textahöfundar koma saman og endurskapa þjóðsögurnar á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Barnaóperan Konan og selshamurinn var sýnd hér í skólanum í síðustu viku en það er ný barnaópera eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Verkið er byggt á íslensku þjóðsögunni um konuna og selshaminn og fjallar um togstreitu móður sem þarf að velja á milli „sjö barna á landi og sjö í sjó”.

Flytjendur eru Björk Níelsdóttir sópran, Pétur Oddbergur Heimisson baritón, Skólakór Kársness og Caput Ensemble. Leikstjóri er Helgi Grímur Hermannsson.

Þetta var afar vel heppnuð og skemmtileg sýning sem hélt nemendum vel við efnið.

Prenta | Netfang