Stofujól og jólaskemmtanir

Tengd mynd Á morgun, miðvikudaginn 19. desember er skertur dagur hjá nemendum en kennt samkvæmt stundaskrá. Nemendur koma í skólann á venjulegum tíma en skóladegi lýkur eftir hádegisfrímínútur. Nemendur sem eru í Laugarseli skrá sig inn eftir frímínútur. Þeir nemendur sem eru skráðir í Dalheima verða sóttir kl. 13:00.

Á  fimmtudag 20. desember eru jólaskemmtanir. Sú fyrri er frá kl. 9:00 til 10:30 en þá fara nemendur heim. Seinni jólaskemmtunin er kl. 12:00 til 13:30 og fara nemendur síðan heim eða í Laugarsel sem opnar kl. 13:40 eins og venjulega.

Prenta | Netfang