Aðventan í Laugarnesskóla

jolagluggi 2 MediumNú þegar aðventan er gengin í garð hefst hefðbundin desemberdagskrá í skólanum. Kennarar gera ýmislegt skemmtilegt með nemendum sem minnir á árstíðina og við öll gerum okkur dagamun.
Jólaglugginn er kominn á sinn stað í aðalsal skólans og blasir, í allri sinni dýrð, við þeim sem koma með börn sín í skólann í myrkrinu og nýfallinn snjór sér um að auka enn á stemminguna. Piparkökuhús Sigga kokks er komið upp, og reyndar er það heilt þorp þetta árið, glæsilegt að venju. Við munum sækja jólatréð okkar í Katlagil eins og hefðbundið er  og í morgunsöng hljóma gjarnan jólalög. Ýmislegt annað verður gert sér til dundurs og gagns.
Heyrst hefur að von sé á einum rauðklæddum einhvern morguninn og margt, margt fleira verður á dagskránni. Kristinn og Harpa leika jólalög á pallinum á milli kl 8:15 og 8:30 ásamt gestum og tilvalið að staldra við og hlusta á eitt eða tvö lög í morgunsárið. Starfsfólk skólans vil óska öllum ánægjulegrar og friðsællar aðventu og vona að sem flestir sjái sér fært að líta við og njóta þessara skammdegismorgna með starfsfólki og nemendum.

 jolagluggi 2 Mediumjolagluggi 2 MediumIMG 2638

Prenta | Netfang