Fullveldishátíð

1 des 2018 2 MediumÁ morgun er 1. desember. Á þeim degi fyrir 100 árum viðurkenndu Danir að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki, en Danir höfðu stjórnað Íslandi frá árinu 1380. 

Í tilefni af hundrað ára afmælinu hefur verið þemavika í skólanum þar sem unnið hefur verið með árið 1918 og það merkasta sem það ár bauð upp á. Í dag var svo uppskeruhátíð þar sem til sýnis var afrakstur vikunnar ásamt því að sjötti bekkur stóð fyrir hátíðarmorgunsöng. Þar léku nemendur í sjötta bekk Ísland ögrum skorið og frumflutt var lag eftir þá bræður Tryggva og Sveinbjörn Baldvinssyni, sem samið var í tilefni af fullveldishátíðinni. Morgunsöng lauk svo með skólasöng Laugarnesskóla eftir Báru Grímsdóttur. Svo skemmtilega vill til að þeir Tryggvi og Sveinbjörn voru nemendur í Laugarnesskóla hér áður fyrr og Bára kenndi hér um árabil. Margir góðir gestir heimsóttu einnig skólann í dag í tilefni dagsins.

 1 des 2018 12 Medium1 des 2018 12 Medium1 des 2018 12 Medium1 des 2018 12 Medium1 des 2018 12 Medium1 des 2018 12 Medium1 des 2018 12 Medium1 des 2018 12 Medium1 des 2018 12 Medium

Prenta | Netfang