Fullveldishátíð
Á morgun er 1. desember. Á þeim degi fyrir 100 árum viðurkenndu Danir að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki, en Danir höfðu stjórnað Íslandi frá árinu 1380.
Í tilefni af hundrað ára afmælinu hefur verið þemavika í skólanum þar sem unnið hefur verið með árið 1918 og það merkasta sem það ár bauð upp á. Í dag var svo uppskeruhátíð þar sem til sýnis var afrakstur vikunnar ásamt því að sjötti bekkur stóð fyrir hátíðarmorgunsöng. Þar léku nemendur í sjötta bekk Ísland ögrum skorið og frumflutt var lag eftir þá bræður Tryggva og Sveinbjörn Baldvinssyni, sem samið var í tilefni af fullveldishátíðinni. Morgunsöng lauk svo með skólasöng Laugarnesskóla eftir Báru Grímsdóttur. Svo skemmtilega vill til að þeir Tryggvi og Sveinbjörn voru nemendur í Laugarnesskóla hér áður fyrr og Bára kenndi hér um árabil. Margir góðir gestir heimsóttu einnig skólann í dag í tilefni dagsins.