Barnaþing

IMG 6247

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

í gær þinguðu allir nemendur í 1.-5. bekk um réttindi barna, líðan barna, einelti, öryggi, mengun, matarsóun í skólum og hreint vatn. Hefðbundin kennsla vék fyrir umræðuhópum sem stýrt var af sjöttu bekkingum. Í hverjum umræðuhóp voru nemendur í 1.-5. bekk en nemendur úr 6. bekk stýrði umræðum og gættu þess að allir fengju tækifæri til að leggja orð í belg.

Nemendalýðræði er ekki nýtt í Laugarnesskóla en hann er fyrsti skólinn í Reykjavík sem gert hefur samkomulag við UNICEF á Íslandi um að vera réttindaskóli. Réttindaskóli er hugmyndafræði fyrir skóla- og frístundastarf sem tekur mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Auk þess er nemendafélag skólans, Hugmyndaráðið, mjög virkt og nemenur hafa rödd þegar kemur að stefnumótun og framkvæmd í skólastarfinu. Að auki sitja tveir nemendur í skólaráði og taka þátt í umræðum á þeim vettvangi allt eftir aldri, þroska og umræðuefni.

Í skólanum er Vinaliðaverkefni en það þýðir að tveir nemendur úr hverjum 4. - 6. bekk eru valdir af nemendum til að vera vinaliðar. Vinaliðar leiða leiki og verkefni í frímínútum en auk þess að vera með dagskrá gæta þau þess að enginn sé skilinn eftir útundan. Vinaliðar starfa bæði inni og úti á skólalóðinni og ræðst það mest af veðri hvort er vinsælla hjá nemendum.

Sjá nánar á http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/23879?ep=7gbusk (19:40)

http://www.visir.is/k/abd27054-7a04-466a-b5d8-792222c04cf6-1542740565626 

Prenta | Netfang