Kór í morgunsöng

IMG 2443Tónlistarhefð í Laugarnesskóla á sér langa sögu. Við skólann hafa starfað þjóðþekktir tónlistarmenn og konur sem sett hafa sinn svip á skólastarfið. Morgunsönginn þarf vart að kynna en hann hefur verið við lýði frá 1956. Skólahljómsveit austurbæjar hefur starfsaðstöðu í skólanum og sækja nemendur tíma í hljóðfæraleik á skólatíma. Einnig eru starfandi tveir kórar og kom eldri kór á pall í morgun og söng fyrir viðstadda lag Páls Óskars, Þú komst við hjartað í mér. 

Prenta | Netfang