Vinna nemenda í textíl

IMG 2289 MobileHér eru nokkur sýnishorn sem unnin voru í textíl í vetur. Nemendur í 1.bekk æfðu sig í að klippa og sauma stafi sína sem og skreyta verkefnið með tölum og perlum að vild. Þeir fengu líka að prófa að þæfa. náðu sumir að búa til styttu „ég sjálf/ur“ og var sú vinna einstaklega skemmtileg. Í 2.bekk var handsaumað og var frábært að sjá hvað nemendur lögðu mikla vinnu í verkefni sín. Í 5.bekk var unnið af kappi við aðalverkefni vetrarins sem var þæfður furðufugl og þar fékk hugmyndaflug og sköpun hvers og eins að njóta sín. Verkefnin urðu alveg einstök og voru algjört augnayndi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Nemendur í þriðja bekk notuðu efnisafganga í verkefni sem tengdust umhverfismálum, nýtingu og sóun. Fjallað var um litafræði og hugtök tengd henni og tengdu nemendur fræðin verkefnum sínum.

IMG 2289 MobileIMG 2289 MobileIMG 2289 MobileIMG 2289 MobileIMG 2289 MobileIMG 2289 MobileIMG 2289 MobileIMG 2289 MobileIMG 2289 MobileIMG 2289 MobileIMG 2289 MobileIMG 2289 Mobile

Prenta | Netfang