Skákmót Laugarnesskóla

IMG 2339 MobileNú á vormánuðum skipulögðu tveir drengir í 6. bekk, þeir Sigurður Haukur Birgisson og Adam Son Thai Huynh, skákmót í sínum árgangi. Keppnir fóru fram í bekkjum og undanúrslit voru tefld í gær þar sem allir þátttakendur tefldu sín á milli. Í undanúrslitum urðu þeir fyrrnefndu ásamt Orra Elíassyni hlutskarpastir og tefldu þeir svo til úrslita í dag. Leikar fóru þannig að Sigurður Haukur stóð eftir sem sigurvegari mótsins. Við óskum honum hjartanlega til hamingju með sigurinn og þökkum öllum nemendum 6. bekkjar fyrir þátttökuna í mótinu. Á myndinni eru þeir þrír sem tefldu til úrslita í dag.

IMG 2319 MobileIMG 2319 MobileIMG 2319 MobileIMG 2319 MobileIMG 2319 Mobile

Prenta | Netfang