Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs

IMG 5353 MobileÍ gær voru nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar afhent í Hólabrekkuskóla. Fyrir hönd Laugarnesskóla var Emilía Björt Böðvarsdóttir tilnefnd og tók hún á móti verðlaunum sínum við það tækifæri. Í morgunsöng var tilkynnt hver hefði hlotið verðlaunin að þessu sinni. Við það tækifæri sagði Sigríður Heiða skólastjóri að allir nemendur ættu tækifæri á að vera tilnefndir til þessara verðlauna. Hvatti hún nemendur, á hvaða aldri sem þeir eru,  til að keppa að þessum verðlaunum því það væri verðugt verkefni. Á myndinni eru Sigríður Heiða og Emilía í morgunsöngnum.

Prenta | Netfang