Ungir hljóðfæraleikarar

IMG 5343 MobileSkólahljómsveit Austurbæjar hefur starfsaðstöðu í Laugarnesskóla. Í starfi skólahljómsveitanna er haft að leiðarljósi að auka víðsýni og þroska nemenda, rækta listræna hæfileika þeirra og efla sköpunargáfu. Í skólahljómsveitunum er stuðlað að aukinni tónlistariðkun og félagsþroska, stutt við tónlistaruppeldi grunnskólanema og leitast við að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms.

Í morgun komu nokkrir ungir hljóðfæraleikarar og léku á hljóðfæri sín fyrir skólafélagana. Það var gaman að heyra og sjá hvað þessir nemendur höfðu lært mikið á stuttum tíma í skólahljómsveitinni. Það var greinilegt að þeir höfðu notið góðrar leiðsagnar frábærra kennara.

IMG 5335 MobileIMG 5335 MobileIMG 5335 Mobile

Prenta | Netfang