Ævintýralestrarátak IÐNÚ

verdlaun1 Nú er búið að velja til verðlauna þrjá nemendur skólans í ævintýralestrarátaki IÐNÚ. Þema átaksins var: lesa, lita, skapa, en nemendur lásu ævintýri, lituðu ævintýramyndir eða sköpuðu sitt eigið ævintýri. Þrenn verðlaun voru í boði. Verðlaunin voru afhent í morgunsöng í morgun. Fyrir lestrarþáttinn fékk Una Hólm Ólafsdóttir 4.S í verðlaun sex nýjustu Óvættafarar bækurnar. Fyrir litaþáttinn fékk Eðvarð Egill Finnsson 4.S nýjustu Óvættafararbókina í verðlaun og fyrir sköpunarþáttinn fékk Rakel Sif Grétarsdóttir 3.L í verðlaun nýjustu Ovættafararbókina og ritfangapakka. Í umsögn dómnefndar segir um verk Rakellar Sifjar: Vel unnið ævintýri og skemmtilegt, flottar myndir. Hér vantar ekki sköpunargleði. Mjög vel unnið. Við óskum verðlaunahöfunum til hamingju með árangurinn. 

 

verdlaun2

Prenta | Netfang