Ævar vísindamaður í heimsókn

IMG 2283 MobileÍ morgunsöng í dag fengum við góðan gest. Ævar vísindamaður kom og las úr nýjustu bók sinni sem kemur út í næstu viku. Sigríður Heiða skólastjóri bauð Ævar velkominn og sagði að henni finndist hann vera sendiherra lesturs og setti hann þar með á stall með Vigdísi Finnbogadóttur sem kölluð hefur verið sendiherra íslenskunnar. Eftir stuttan ingngang að lestrinum þar sem Ævar rakti það sem bókin fjallar um las hann einn kafla úr bókinni sinni og það mátti heyra saumnál detta í salnum, svo uppteknir voru allir við að hlusta á spennandi frásögnina. Að lokum svaraði Ævar nokkrum spurningum frá nemendum og hvatti alla til þess að vera duglegir að lesa. Við þökkum Ævari hjartanlega fyrir komuna og hvatningarorðin. Þess má til gamans geta, vegna þess að Laugarnesskóli er Réttindaskóli UNICEF, að í mars 2016 hóf Ævar samtarf við UNICEF sem sérstakur talsmaður hreyfingarinnar. 

IMG 2282 MobileIMG 2282 MobileIMG 2282 Mobile 

Prenta | Netfang