Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

dsc030321Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir árlega verðlaun fyrir nýbreytni- og þróunarverkefni í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera til eftirbreytni. Markmiðið er að veita starfsfólki í skóla- og frístundastarfi hvatningu í starfi, vekja athygli á gróskumiklu fagstarfi í borginni og stuðla að nýbreytni.

Í ár fengu Laugarnesskóli og Frístundaheimilið Laugarsel hvatningarverðlaunin fyrir réttindastarf með börnum, en þessar stofnanir eru í samstarfi um að innleiða réttindaskólaverkefni UNICEF. Þetta er í fyrsta skipti á heimsvísu sem það verkefni er innleitt samhliða í skóla- og frístundastarfi en Laugarsel og Laugarnesskóli eru m.a. með sameiginlegt réttindaráð barna. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er grundvöllur fagstarfsins og læra börnin um réttindi sín í máli og myndum.

Á myndinni hér að ofan má sjá þær Lilju Mörtu Jökulsdóttir aðstoðarforstöðumann, Stellu Björgu Kristinsdóttur forstöðumann í Laugarseli og Maríu Guðmundsdóttur umsjónarmann Réttindaskólaverkefnisins í Laugarnesskóla er þær tóku við hvatningarverðlaununum fyrir Réttindafrístund - Réttindaskóla verkefnið.

Prenta | Netfang