Umhverfisdagur

Laugarnesskóli hefur frá árinu 2010 verið handhafi Grænfánans. Markmið Grænfánaskóla eru að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

IMG 2252 MobileSkólar á grænni grein eru stærsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag.

Í dag er umhverfisdagur skólans. Af því tilefni fór fram árleg hreinsun á skólalóðinni. Lóðin var sópuð í gær og í dag eftir hádegi fóru allir, nemendur jafnt sem starfsmenn, út til að tína og flokka rusl og annað það sem fjarlægja þurfti af lóðinni. Á myndunum má sjá glaða krakka og áhugasama starfsmenn um að fegra umhverfi sitt. 

 IMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 MobileIMG 2241 Mobile

Prenta | Netfang