Vor í lofti

file 1 MobileNú er vor í lofti og nemendur farnir að koma á hjólum og hlaupahjólum í skólann. Mikið vantar upp á að aðstaða til að geyma farartækin sé í lagi og því ákváðu nemendur skólans að senda Degi borgarstjóra bréf ásamt tillögum að úrbótum í þessum efnum, og þá sérstaklega varðandi hlaupahjólin. Bréfritarar lásu bréfið upp í morgunsöng og tillögunum var varpað upp á skjá svo allir gætu séð. Hér eru þau Óskar, Rakel og Reynir með bréfið og tillögurnar sem þau sendu borgarstjóra. 

Smellið á Lesa til að skoða bréfið og tillögurnar.

 bref dagurSHBSHB

Prenta | Netfang