Umhverfisteymi í heimsókn hjá rauða krossinum

Rauði kross 6 Mobile afritÁ aðventunni óskuðu fulltrúar Umhverfisteymisins eftir því að nemendur og starfsfólk skólans söfnuðu fötum fyrir Rauða krossinn. Söfnunin tókst vel. Í kjölfarið kom upp sú hugmynd að fara í heimsókn í fataflokkun Rauða krossins og fá að sjá hvað verður um það sem safnast.
Miðvikudaginn 14. mars fóru fulltrúar Umhverfisteymis Laugarnesskóla í þessa heimsókn.
Þar var margt að sjá. Fræddust þeir um hvernig fötin eru flokkuð eftir gæðum og nýtingar möguleikum. Hlýjustu fötin voru send strax í janúar til Hvíta Rússlands og gladdi það fulltrúana að vita að fötin ættu sér framhaldslíf og héldu nú hita á börnum í öðru og enn kaldara landi.

 

 

 

Rk1 MobileRk1 MobileRk1 MobileRk1 Mobile Rauði kross 1 MobileRauði kross 1 MobileRauði kross 1 MobileRauði kross 1 Mobile

Prenta | Netfang