Mikið um að vera í Laugarnesskóla

IMG 4016 MobileÞað er mikið um að vera í skólanum á jólaföstunni. Siggi kokkur hefur að vanda gert veglegt piparkökujólaþorp svo fallegt að fáheyrt er. Hinni árlegu fatasöfnun lauk ‎11. ‎desember og var fulltrúa Rauða krossins afhent fjöldinn allur af fatnaði á palli. Jólatréð úr Katlagili er komið upp og er gaman að sjá hve veglegur skógurinn er orðinn og trén hávaxin. Toppur trésins í ár nær vel upp á þriðju hæð og mun það standa í salnum fram yfir hátíðir. Í dag kom svo Þvörusleikir í heimsókn í skólann og átti það vel við því í dag var einkar jólalegur dagur og fjöldi nemenda og starfsmanna skrýddir jólalegum fatnaði og húfum sem tilheyra árstíðinni.

Ekki má gleyma gluggaskreytingunni í stóra sal skólans en uppsetning hennar boðar ávallt upphaf aðventunnar og þeirrar dagskrár sem hefðbundin er fyrir hver jól í skólanum.

Fyrsti bekkur og Laugarsel vann verkefni með Myndlistarskóla Reykjavíkur og héldu þau sýningu í sal skólans.

Sólarupprásin getur verið stórkostleg í desember og himininn fagurrauður. Smellið á lesa meira til að sjá myndir frá jólaföstunni.

 

 IMG 2036 MobileIMG 2036 Mobilegluggi
IMG 2036 MobileIMG 2036 Mobile

Prenta | Netfang