Laugarnesskóli réttindaskóli

IMG 1997 MobileÍ dag fékk Laugarnesskóli og Laugarsel viðurkenningu UNICEF sem réttindaskóli og réttindafrístund. Í morgunsöng stóð réttindaráðið fyrir hátíðardagskrá í sal skólans að viðstöddu fjölmenni, starfsfólki, nemendum og aðstendendum þeirra auk fjölmargra annarra gesta. Þar afhentu  fulltrúar frá UNICEF skólanum fána réttindaskólans auk þess sem skólinn fékk borða til að nota innanhúss. Eldri skólakórinn söng, Hjördís frá UNICEF ræddi við gesti  um verkefnið og borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson ávarpaði viðstadda. Í lokin sungu allir krakkarnir lagið "Sautján þúsund sólargeislar".

 IMG 1972 MobileIMG 1972 MobileIMG 1972 MobileIMG 1972 MobileIMG 1972 MobileIMG 1972 MobileIMG 1972 Mobile

Prenta | Netfang