Palldagskrá hjá 4. K

4.K MobileNemendasýningar á palli er fastur liður í skólastarfinu. „Að vera á palli” er það kallað hér í Laugarnesskóla þegar nemendur koma fram á palli eða í sal skólans, undir leiðsögn kennara og flytja undirbúin stutt atriði, s.s. leikþætti, upplestur, söng og tónlist fyrir alla sem eru í skólanum á þeirri stundu. Slík dagskrá er flutt einu sinni í viku. Hver bekkur kemur fram a.m.k. einu sinni á vetri og er reynt að virkja alla nemendur til þátttöku. Sýningarnar eru teknar upp og þegar nemendur útskrifast úr 6. bekk færir foreldrafélag skólans hverjum og einum allar upptökur frá 1. til 6. bekkjar að gjöf. Í morgun var 4. K með sýningu þar sem þau unnu með þjóðsögu. Sýningin var vel heppnuð og höfðu allir gaman af nemendur jafnt sem áhorfendur.

Prenta | Netfang