Viðurkenning frá UNICEF á Íslandi

UNICEFNú í vikunni barst skólanum viðurkenningarskjal frá UNICEF á Íslandi fyrir þátttöku í UNICEF hreyfingunni 2017. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Samtökin berjast fyrir réttindum allra barna og sinna bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Samtökin eru á vettvangi í yfir 190 löndum og hefur að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna.

Laugarnesskóli hefur tekið þátt í UNICEF áheitahlaupinu og safnað til góðgerðarmála einu sinni á ári. Í ár söfnuðust um 550 þúsund krónur en alls hafa nemendur skólans safnað umtalsverðum fjárhæðum til þessa góða málefnis.

Viðurkenningin nær einnig til þátttöku Laugarnesskóla í réttindaskólaverkefninu en það snýst um að gera barnasáttmála sameinuðu þjóðanna að lykilplaggi í skólastarfinu og fræða nemendur og starfsfólk um réttindi barna. Stefnt er að því að skólinn fái viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF í nóvember.

Smellið á myndina til að skoða viðurkenninguna.

Prenta | Netfang