Gestkvæmt í Laugarnesskóla

foreldrarÍ þessari viku hefur verið mikið um að vera í skólanum. Auk hinna venjulegu starfa hafa góðir gestir sótt okkur heim. Fyrst ber að geta morgunverðarfunda, sem haldnir eru að frumkvæði foreldrafélagsins, en nú er búið að halda tvo fundi af þremur og hafa þeir verið vel sóttir. Nanna Kristín Christiansen hefur rætt við foreldra um gildi foreldrasamstarfs og áhrif foreldra á nám barnanna. Einnig kynnti hún Foreldravefinn http://reykjavik.is/foreldravefurinn og bóikina Mindset en hún fjallar um hvaða áhrif hugarfar okkar hefur á árangur. 

Norrænir skólastjórar komu svo í skoðunarferð  í morgun og fengu fræðslu um starfið í skólanum. Þeir hlýddu á morgunsöng, gengu um húsið og heimsóttu kennslustundir.

norraenir norraenirnorraenirnorraenirnorraenir

Prenta | Netfang