Skólalok 2017

IMG 1107 SmallSamkvæmt skóladagatali verður þriðjudaginn 6. júní útivistardagur og nemendur eru í fjölbreyttum verkefnum. Nemendur í 2.- 6. bekk eiga að koma með vatnsbrúsa með sér í skólann þennan dag. Nemendur ljúka deginum í skólastofunni. Allir nemendur skólans fara heim klukkan 12:30 þar sem frístundaheimililin hafa lokið vetrarstarfi sínu. 

kistaMiðvikudaginn 7. júní eru gullakistuviðtöl þar sem nemendur skólans kynna fyrir foreldrum, og öðrum gestum sem þeir bjóða, bestu verkin sín. Klukkan 13:00 er formleg útskrift nemenda í 6. bekk í hátíðarsal skólans.

Starfsfólk skólans vill þakka nemendum og foreldrum fyrir gott og farsælt samstarf á skólaárinu.

Prenta | Netfang