Grænfáninn

IMG 1815 Small Í gær tók Laugarnesskóli við Grænfánanum í fjórða sinn. Ásamt því að flokka vel allan úrgang í skólanum og ganga vel um umhverfið og náttúruna alla er unnið með sérstakt Grænfánaþema tvö ár í senn. Sú vinna á að ýta undir þekkingu og samsömun nemenda og starfsmanna með náttúrunni og samfélaginu.

Seinustu tvö ár hafa nemendur unnið með þemað Átthagar. Þá voru ýmis verkefni unnin í tengslum við 80 ára afmæli skólans. Hverfið okkar var skoðað, einnig gamlar kennslubækur, skólagögn og leikir sem leiknir voru áður fyrr.

Næstu tvö ár hafa nemendur og starfsfólk ákveðið að vinna að þemanu Hnattrænt jafnrétti. Það tengist vel vinnu skólans um Barnasáttmálann.

Í Umhverfisteymi skólans eru eftirfarandi nemendur: Brynja 2.K , Ágústa 3.K, Selma 4.Ó, Alexandra Ósk 5.N, Ísleifur 6.N og Almar Smári 6.L. Andrea Burgher er fulltrúi foreldra. Guðrún Ásbjörnsdóttir smíðakennari og Áslaug Ívarsdóttir umsjónarkennari 5.N eru fulltrúar starfsmanna.

Prenta | Netfang