Foreldraverðlaun 2017

heimili skoliÞau gleðilegu tíðindi bárust að skólinn hafi verið tilnefndur til foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2017. Tilnefnt er fyrir verkefnið Verum vinir - forvarnir gegn einelti sem sem er samstarfsverkefni Laugarnesskóla, Laugarsels og Vöndu Sigurgeirsdóttur.
Verkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti. Markmiðið er eineltislausir árgangar í gegnum vináttuþjálfun, efling félagsfærni og jákvæð samskipti og samvinnu. Í verkefninu er stuðst við fjölþættar aðgerðir sem forvörn gegn einelti. Markmiðið er að verkefnið skili þeim árangri að börnum í félagslegum vanda fækkar og betri andi verði hjá nemendum, kennurum og starfsfólki. Um er að ræða þróunarverkefni undir stjórn Vöndu Sigurgeirsdóttur.

Prenta | Netfang