Skóli í blóma

12Þetta er tíminn þegar kirsuberjatrén standa í blóma. Í Laugarnesskóla má finna blómstrandi kirsuberjatré og þegar betur er að gáð þá eru sjálf kirsuberjablómin ljóð sem nemendur hafa ort um besta vin sinn eða vinkonu. Ljóðaformið er kallað perlu-fimma en það er þannig að í fyrstu línu er nafn þess sem ort er um. Í annarri línu eru tvö orð sem lýsa þeim sem um er ort, í þriðju línu þrjú orð um það sem viðkomandi getur gert. Í fjórðu línu koma svo fjögur orð sem lýsa tilfinningum höfundar til bestu vinkonu eða vinar. Að lokum endar perlu-fimman á einu orði sem er lýsandi fyrir yrkisefnið. 

 ljod1ljod1ljod1ljod1ljod1ljod1ljod1ljod1ljod1ljod1

Prenta | Netfang