Foreldraþorpið

foreldrathorpid Small„Foreldraþorpið“ er vettvangur samstarfs foreldrafélaga grunnskólanna í Laugardal – Háaleiti og Bústöðum.
Undanfarin 2 ár hafa stjórnir foreldrafélaga annars vegar í Laugardal og hins vegar í Háaleiti/Bústöðum átt samstarf og t.d. sammælst um fræðslu fyrir foreldra ofl. Þau eiga einnig fulltrúa í Forvarna- og heilsueflingarteymi ÞLH sem vinnur eftir sérstakri aðgerðaráætlun. Eitt af markmiðunum er að virkja foreldra og efla samstarf þeirra. Allt er þetta liður í verkefni foreldrafélaganna um Heilsueflandi hverfi og er stór þáttur í FORVÖRNUM.
Nú stendur mikið til og Foreldraþorpið mun standa fyrir fundi 3.maí í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal kl. 19.30. Umfjöllunarefnið er snjalltækjanotkun barna og unglinga. Allir eru velkomnir á fundinn og aðgangur er ókeypis.

Smellið hér til þess að sjá plakatið.

Prenta | Netfang