Skákdagurinn 26. janúar

Skakdagur 26 1 2011 012 MobileÞað var aldeilis líf í tuskunum í dag þegar skákdagurinn var haldinn í fyrsta skipti. 

Skákdagurinn 2012 er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik, sem verður 77 ára þennan dag, var lengi meðal bestu skákmanna heims.
Í mörgum grunnskólum er nú mikil gróska í skákinni, áhugi og brennandi metnaður. Laugarnesskóli er þar engin undantekning og margir nemendur skólans orðnir býsna sleipir í íþróttinni. Skák er kennd sem valgrein og kennarinn Björn Þorfinnsson telfdi fjöltefli í matsal í morgun. Telft var á 24 borðum og mátti sjá margan garpinn brjóta heilann í viðureignum við hann.

Dansinn dunaði einnig á sínum stað og mikil þátttaka var í honum að vanda. Einhverjir nemendur vildu þó vera úti og njóta þess að leika sér í snjónum. Það er svo sannanlega engin lognmolla í Laugarnesskóla! Myndirnar tala sínu máli.

 Skakdagur 26 1 2011 016 MobileSkakdagur 26 1 2011 002 MobileSkakdagur 26 1 2011 005 MobileSkakdagur 26 1 2011 006 MobileSkakdagur 26 1 2011 007 MobileSkakdagur 26 1 2011 008 MobileSkakdagur 26 1 2011 009 Mobile

Prenta | Netfang