Bóndadagur

torrinn 2012 012 MobileÞorri er eitt af gömlu íslensku mánaðarheitunum. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á bóndadegi á föstudegi í 13. viku vetrar, sem getur verið á bilinu 19. – 26. janúar. Þorri er oft persónugerður í sögum frá miðöldum og birtist þá ýmist sem harður og grimmur eða umhyggjusamur tilsjónarmaður bænda sem vill hafa gætur á heyjaforða þeirra.
Betra hefur þótt að taka vel á móti Þorra og veita honum vel í mat og drykk, jafnvel skemmta með sögum, söng og tafli. Þorranum lýkur á þorraþræl sem er laugardagurinn fyrir konudag og tekur þá góa við. Í ár gengur þorrinn í garð föstudaginn 20. janúar og er bóndadagur því í dag.
Börnin í 2. bekk voru að vinna með bókina Kuggur og þorrablót í vikunni. Þau luku vinnunni hjá Sigga kokk þar sem allir smökkuðu þorramat.

 torrinn 2012 001 Mobiletorrinn 2012 002 Mobiletorrinn 2012 003 Mobiletorrinn 2012 004 Mobiletorrinn 2012 007 Mobiletorrinn 2012 010 Mobiletorrinn 2012 013 Mobile

Prenta | Netfang