Skip to content

Nemendastýrð viðtöl 15. febrúar

Samkvæmt skóladagatali er svokallaður „foreldradagur“ miðvikudaginn 15. febrúar en á þeim degi koma nemendur í stutt viðtöl hjá umsjónarkennara ásamt foreldrum/forsjáraðilum.

Nýtt fyrirkomulag er á viðtölunum að þessu sinni þar sem nemendur hafa undirbúið kynningar og stjórna þau viðtölunum. Foreldrar/forsjáraðilar hafa fengið upplýsingar frá umsjónarkennurum um hvernig á að panta tíma í viðtölin og er skipulagið þannig að tveir og tveir nemendur kynna á sama tíma í hverri stofu.

Laugarsel og Dalheimar verða með opið allan daginn fyrir þau börn sem búið er að skrá sérstaklega í viðveru allan daginn.