Litlu jól og jólaskemmtanir – jólaleyfi og nýtt ár
Síðustu tveir kennsludagar ársins eru skertir dagar í Laugarnesskóla.
Mánudaginn 19. desember eru litlu jólin og lýkur skóla þann dag kl. 12:30. Laugarsel og Dalheimar taka þá strax við fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Jólaskemmtanir verða þriðjudaginn 20. desember.
Fyrri jólaskemmtun hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 10:30. Eftirtaldir bekkir mæta á fyrri jólaskemmtun: 1S, 1L, 1K, 2S, 2K, 3L, 3S, 3Ó, 4K, 4Ó, 5L, 5S, 6N og 6S. Þegar fyrri jólaskemmtun lýkur fara nemendur heim en þau sem eru skráð í Laugarsel og Dalheima koma aftur kl. 13:40 þegar opnar.
Seinni jólaskemmtun hefst kl. 12:00 og lýkur kl. 13:30. Eftirtaldir bekkir mæta á seinni jólaskemmtun: 1N, 1Ó, 2L, 2N, 2Ó, 3N, 3K, 4L, 4N. 4S, 5N, 5K, 6L og 6K. Nemendur sem eru skráðir í laugarsel og Dalheima fara þangað beint eftir jólaskemmtun.
Jólaleyfi hefst svo 21. desember og kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. janúar 2023.
Gleðileg jól!