Skip to content

Jólin nálgast

Nú styttist í jólin, fallegi jólaglugginn er kominn upp í Laugarnesskóla og piparkökuhúsin komin á sinn stað.

Talsvert verður um ýmiskonar vettvangsferðir á aðventunni eins og hefð hefur skapast fyrir, nemendur heimsækja meðal annars Ásmundarsafn, Árbæjarsafnið og Sólheimasafn svo dæmi séu nefnd.

Tvær heilar kennsluvikur eru eftir fyrir jólaleyfi. Síðustu skóladagarnir eru báðir skertir dagar, litlu jólin verða mánudaginn 19. desember og jólaskemmtanir þriðjudaginn 20. desember og síðan hefst jólaleyfið. Kennsla mun hefjast samkvæmt stundaskrá 4. janúar 2023.