Skip to content

Laugarnesskóli áfram Réttindaskóli UNICEF

Í dag hlaut Laugarnesskóli endurnýjun á nafnbótinni Réttindaskóli UNICEF í annað sinn en úttekt stofnunarinnar á skólanum vegna þátttöku í verkefninu hefur staðið  yfir undanfarna daga. Það var vel við hæfi að þetta væri staðfest í morgunsöng nú þegar þemavika er að hefjast í skólanum en henni lýkur með Barnaþingi á föstudaginn. Í þemavikunni eru unnin verkefni í aldursblönduðum hópum og eiga verkefnin það sameiginlegt að tengjast Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Nemendur í Réttindaráði tóku við viðurkenningu frá UNICEF í tilefni dagsins.