Skip to content

Laugarnes á ljúfum nótum og Vorhátíð foreldrafélagsins

Það verður mikið um dýrðir í hverfinu okkar um helgina. Hverfishátíðin Laugarnes á ljúfum nótum hefst við Laugarneskirkju kl. 13 á sunnudaginn og klukkustund síðar byrjar svo Vorhátíð sem foreldrafélag Laugarnesskóla stendur fyrir. Fyrri hátíðinni lýkur kl. 15 en sú seinni stendur til kl. 16 svo hverfisbúar og vinir ættu að geta heimsótt báða staðina og gert sér glaðan dag.