Skip to content

6.L sigrar Þrígaldraleika Laugarnesskóla

Núna í vetur hafa nemendur 6. bekkjar Laugarnesskóla tekið þátt í Þrígaldraleikum Laugarnesskóla. Þetta er annað árið sem leikarnir eru haldnir en fyrirmyndin er Þrígaldraleikar sem Harry Potter tók þátt í, á sínu 4. ári í Hogwarts. Í Þrígaldraleikum Laugarnesskóla kepptu nemendur þó ekki við dreka, marfólk eða risaköngulær, í staðinn reyndu þrautirnar á líkamlegan styrk, rökhugsun og sköpun.

Í upphafi verkefnisins þurftu nemendur bekkjanna að búa til nafn og skjaldamerki fyrir „heimavistina“ sína og merkin voru sótt í heim kynjaskepna. 6.L valdi sér nafnið Hrosshvalur, 6.N valdi sér nafnið Skuggabaldur, 6.S valdi sér nafnið Hófadynur, 6.K valdi sér nafnið Medúsa og 6.Ó valdi sér nafnið Loðbjörn.

Nemendur voru áhugasamir og lögðu sig alla fram við að leysa þrautirnar. Þetta var því bæði skemmtileg og spennandi keppni. Í morgunsöng, mánudaginn 25. apríl, voru úrslitin kunngjörð og þá varð ljóst að 6.L sigraði leikana með 325 stigum. Takk fyrir drengilega keppni kæru 6. bekkingar og til hamingju með sigurinn 6.L.