Laugarnesskóli verðlaunaður á öskudagsráðstefnu eftir skemmtilegan skóladag

Það var gaman í Laugarnesskóla á öskudaginn þar sem nemendur og starfsfólk klæddu sig upp í ýmsa frumlega og skemmtilega búninga og stundaskráin vék fyrir fjölbreyttri skemmtidagskrá.
Eftir að kennslu lauk hélt svo hópur starfsfólks á öskudagsráðstefnu skóla- og frístundasviðs og veitti þar viðtöku minningarverðlaunum Arthúrs Morthens sem voru nú veitt í fimmta og síðasta sinn, auk þess sem tveir kennarar hlutu hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir öfluga innleiðingu nýrra kennsluhátta með spjaldtölvum í þriðja og fjórða bekk.
Minningarverðlaun Arthúrs Morthens eru veitt skólum sem þykja skara fram úr í fjölbreyttu skólastarfi þar sem allir fá tækifæri.