Skip to content

Möppudagur í Laugarnesskóla 7. febrúar

Mánudagurinn 7. febrúar er möppudagur í Laugarnesskóla. Þann dag lýkur kennslu kl. 12:30. Hefð er fyrir því í Laugarnesskóla að nemendur velji úr verkefnum sínum og setji sum þeirra í möppur sem hafðar eru til sýnis á Gullakistudaginn. Kennarar nýta möppudaginn til að undirbúa foreldraviðtöl sem verða miðvikudaginn 16. febrúar.

Nemendur sem eru skráðir í Laugarsel eða Dalheima fara þangað aðeins fyrr en venjulega á mánudag, en aðrir nemendur fara heim er kennslu lýkur.