Skip to content

Jólin koma…

Það er jólalegt um að litast í Laugarnesskóla þessa dagana. Jólatré úr Katlagili stendur á hátíðarsal, jólaglugginn sígildi er kominn  upp og piparkökuþorpið hans Sigga kokks gleður augu nemenda og starfsfólks.

Síðasti kennsludagur fyrir jólaleyfi verður föstudaginn 17. desember en þá gerum við okkur glaðan dag í bekkjunum. Kennslu lýkur kl. 12:30 þennan dag og þá tekur frístund við hjá þeim börnum sem eru skráð þar. Jólaskemmtun sem átti að vera 20. desember fellur niður vegna fjöldatakmarkana. Þann dag opnar frístund kl. 13:40.